Velkomin á Bleiku stofuna
þar sem fegurð, fagmennska og lúxus mætast.
Bleika Stofan er sérhæfð fegurðarstofa í Reykjavík sem býður upp á háþróaðar húð- og fylliefnameðferðir með áherslu á náttúrulegan árangur og sérsniðna nálgun fyrir hvern viðskiptavin.

Hafrún María Zsoldos, stofnandi Bleiku stofunnar, er löggiltur Snyrtifræðimeistari og hefur gert það að ævistarfi sínu í tæp 40 ár að fegra fólk. Hún er einnig Spraututæknir og master í andlitsfyllingum með yfir 12 ára sérhæfða reynslu í fegrunarmeðferðum. Hafrún hefur auk þess starfað sem kennari og vörumerkjaþjálfi á alþjóðavísu, þar sem hún hefur kennt og þjálfað sérfræðinga í fegrunarfræðum og spraututækni.
Í Bleiku stofunni er lögð áhersla á að veita einstaka upplifun með nýjustu tækni og sérsniðnum lausnum fyrir viðskiptavini. Við trúum á fegurð sem byggir á jafnvægi, heilbrigði og sjálfsöryggi.